Þá er maður loksins kominn til Costa Rica!! Búin að bíða eftir þessu alltof lengi!! Ætli maður þurfi ekki að blogga smá víst maður er kominn. En líklegast mjöög óspennandi þar sem það er ekki mikið búið að gerast hahaha. En jæææja fyrstu dagarnir hljóma svona
23 Febrúar.
Þessi dagur var bara einn stress dagur. Við sex flugum af stað til New York í 6 tíma (auðvitað fékk ég bilaða skjáinn eins og alltaf). Þegar við lentum sögðum við bæ við Kristján og héldum áfram. Var smááá vesen... En redduðum því fórum út að borða á hótelinu og lögðum svo aftur af stað klukkan 02.30 á flugvöllinn.
24 Febrúar.
Var þannig að við tókum flug frá NY til Orlando og biðum þar í tvo tíma og héldum svo áfram og loksins til Costa Rica !!!
Þegar við vorum komin til Costa Rica voru sjálfboðaliðar sem sóttu okkur. Þeir fóru með okkur í camp þarna. Við komum á undan öllum svo við fórum bara í sturtu í campinu og svo lúlla. Þegar við vöknuðum voru sjálfboðaliðarnir búnir að kaupa subway handa okkur..mmmmm.. En í campinu vorum við svona 50 manns eða eitthvað. Þennan dag gerðum við lítið annað en að tala, borða og lúlla.
25 Febrúar.
Dagurinn byrjaði 7.. Ég hélt ég myndi deyja!! En allavegnaaaaa þá fórum við bara að gera allskonar verkefni og hlusta á skiptinema sögur allan daginn frá 8-8. Gerðum fátt annað og svo fór ég bara að lúlla um kvöldið !
26 Febrúar.
Vöknuðum og þurftum að fara í group myndatökur og eitthvað. Svo áttum við að fara í rútum til fjölskyldnanna. Sem betur fer var ég með Ara í rútu, annars hefði ég verið ein að missa mig yfir japanska gæjanum!! Hann var það krúttlegasta sem ég hef séð! Tek mynd af mér með honum í næsta campi, hann var það saklausasta og mesta grey í heiminum ég er í alvöru hrædd um hann því hann er líklegast léttasta skotmarkið hér í Costa Rica!! En allavegnaa þá keyrðum við lengilengi því fyrst þurftu hinir skiptinemarnir að fara í bæina sína og ég var seinust í minn bæ ásamt 2 öðrum strákum. En allir hittust á heimilinu mínu. Ég var búin að sjá það fyrir mér að ég myndi fara beint að pakka úr töskunum og sofa þegar ég kæmi. En neeeeeei.. Það var svona 60 manns þarna hahaha! Fullt af sjálfboðaliðum og skiptinemum að kynna sig. Og auðvitað þurfti ég að halda eitthverja ‚‘ræðu‘‘ . Var svo stressuð og vandræðaleg að ég man ekki neitt hvað ég sagði. Ég man bara að ég horfði á eitthverja konu og hún horfði á mig með svona svip : stoppppp ekki segja meira!!!!! En allavegna þá voru tvær skiptinemastelpur þarna og voru að segja mér frá þeirra skiptinema reynslu og segja mér frá skólanum því ég verð í sama skóla og ein stelpan þarna, hún er algjört æði! En eftir þetta þá fór ég bara inn í herbergi að pakka upp úr töskunum.. Uppss tók kannski smá of mikið með mér því allir fataskáparnir í herberginu eru alveg úttroðnir hahaha. En þegar ég var búin að því þá fórum við í búðina og keyrðum um bæinn og svo hitta eitthverja ættingja. Svo endaði kvöldið á því að ég kíkti aðeins út með Louis bróðir mínum og fór svo heim að lúlla.
27 Febrúar.
Ég fékk smá heimþrá þegar ég vaknaði, því það var enginn heima nema Louis og hann var sofandi því hann var frekar mikið lengur á barnum og þá leiddist mér haha. Samt hún stóð á í svona 5 mínútur og þá fann ég mér bara eitthvað annað að gera! Þegar mamman kom heim fór ég bara með frændanum sem heitir Roy og eitthverri litlri frænku í bæinn að vesenast. Við fórum tvo banka og auðvitað tóku þeir ekki kortinu mínu svo ég gat ekki skipt en svo auðvitað tók hraðbankinn kortinu! En þegar við vorum búin að því keyptum við símakort og létum unlocka símann minn og fengum okkur svo loksins ís!!! Omnom.. Og svo endaði kvöldið bara á því að hann þurfti að fara með mér yfir reglurnar sem hóst mamma er með :)
28 Febrúar.
Í dag fór með Elky (frænka) að kaupa skólabúning með mér. En það var ekki til nógu lítill bolur á mig og nógu stórt pils haha þannig að ég þarf bara að vera í íþróttabolnum og buxum. Skólabúningurinn er hræðilegur hahaha ! Þetta eru brúnir háir sokkar, brúnir skór, brúnt pils og hvítur polo bolur! En svo læsti ég mig úti því fólkið sem átti að vera heima var að þrífa í garðinum og hann er svo stór að það heyrðist ekki. Svo ég fór bara heim til Elky. Held ég sé að fara núna út með Louis. En annars blogga ég vonandi seinna um eitthvað aðeins skemmtilegra
En annars er fjölskyldan mín frábær og allt alveg sjúklega fallegt. Er ekki enn komin með þetta menningarsjokk, en það fer líklegast að kikka inn eftir smá tíma haha. Eina sem ég hef lent í og hef brugðið mjög mikið var þegar við vorum að keyra til fjölskyldunnar og maður sá dauða ketti á götunni og hunda sem hefur verið keyrt yfir. En annars er allt morandi út í þeim! Ég og mamman vorum úti að labba áðan og þá komu tveir Rottweiler hlaupandi á eftir okkur, ég hélt ég myndi deyja úr hræðslu haha! En þeir voru bara rosa ljúfir. ALLAR sturtur í Costa Rica eru kaldari en vatn með klaka heima.. Svo þið sem eruð að hugsa um að koma í skiptinám.. NJÓTIÐ heita vatnsins heima því hér færðu EKKERT. En annars er húsið alveg geðveikt flott. Og garðurinn enn flottari!!! Við erum með hænur held ég og allavegna nokkrar kanínur, og svo kisu sem er litla barnið hjá hóst mömmu haha hún segir alltaf ooow prinsessa í hvert einasta skipti sem hún labbar framhjá henni haha, og svo mega sætan hund sem heitir Cheddar. Er ekkert smá ánægð með herbergið þar sem ég er ein og hef mitt eigið baðherbergi :). En annars er fjölskyldan bara yndisleg og ég er ekkert smá ánægð með hana! Bræðurnir sem ég hef hitt eru yndislegir og mamman æðislegust! (Minnir mig alltof mikið á mömmu mína á Íslandi haha) Skiptinemarnir byrjuðu flestir í skólanum á mánudaginn. En hóst-mamma mín vildi leifa mér að taka tvo daga í svona relax svo ég byrja á morgun (stressuðust).Og svo er ég loksins komin með skype!! Það er birgittab3.
Næst kemur kannski eitthvað aðeins meira spennandi þegar ég búin að kynnast eitthverjum og byrjuð í skólanum haha.Vona að þið hafið það gott þarna heima á Íslandinu. :)
No comments:
Post a Comment