Sunday, January 15, 2012

Byrjunin


Costa Rica !
Jæja svona fyrir ykkur sem hafa áhuga á að lesa þetta blogg þá eru ekki nema 39 dagar í að ég verði í vélinni og lögð af stað frá öllu sem ég þekki í eitthvað óvænt :). Þetta blogg er fyrir þá heima á Íslandi svo þeir geti fylgst með mér, en hér inn læt ég vandamál,sögur og allskonar annað sem kemur uppá á meðan dvöl minni stendur í Costa Rica.

Þetta var engin skyndiákvörðun enda fór systir mín sem skiptinemi fyrir 9 árum og eftir að hafa fengið að heyra sögur og heimsækja gömlu host-family hennar þá varð ég 99% á því að þetta væri rétt ákvörðun. Ég var alltaf ákveðin í að fara til Dóminíska-Lýðveldisins eins og hún þar sem ég var líklega save með góða fjölskyldu. En þegar ég var búin að gera umsóknina fékk ég þær fréttir að það mætti ekki lengur fara þangað en eftir eitthverja íhugun og þegar ég var búin að lesa um löndin hafði ég brennandi áhuga á Costa Rica.

 En jæja allavegna þá er ég komin með eitthverjar upplýsingar um fjölskylduna og hvar ég verð. Bærinn minn heitir Ciudad Quesada (San Carlos) Alajuela. Fjölskyldan samanstendur af pabba (Jorge '60) mömmu (Maria '55) og fjórum bræðrum sem eru Andres '87, Jorge '89, Diego '89 og Daniel '90. Mér hefur alltaf dreymt um að eiga eldri bróður, svoo það var loksins komið að því og ekki bara einn heldur fjórir!

En annars þá er ég búin að vera mjög spennt síðan ég tók þessa ákvörðun, og hef líklegast talið niður frá því að dagarnir í þetta voru 160. Þetta er allt orðið svo raunverulegt eitthvað eftir undirbúningsnámskeiðið, þarna fengum við að upplifa hvernig er að geta ekki tjáð sig með orðum og lenda í allskonar vandræðalegum uppákomum fyrst þegar við komum. Eins og til dæmis að láta alla heilsast með allskonar háttum sem einkenna önnur lönd, nudda saman nefjum, kyssast þrisvar, hneigja sig og fleira.

Ég gat voða lítið einbeitt mér um seinustu helgi því eina sem ég var að hugsa var FLUGPLANIÐ, ég átti eftir að fá það!!
En svo á mánudeginum kom pabbi loksins með þessar fréttir að það væri búið að panta miða fyrir okkur út 23. Febrúar. En flugplanið hljómar svona :

 Mætum til keflavíkur 23 feb og vélin fer þaðan í loftið kl.17.05
Við lendum í New York klukkan 18.05 að staðartíma og gistum þar á flugvallarhóteli áður en við höldum áfram.
Klukkan 06.00 höldum við áfram frá New York, til Orlando þar sem við eigum að vera lent klukkan 08.51.
Í Orlando tekur við bið og leggjum svo af stað þaðan klukkan 10.26 til San José!!!!
Og við lendum loksins í San José kl.12.37! Og munum fara þaðan beint í komubúðir yfir 2 nætur held ég.

Held ég ætli að láta þetta duga í bili. (Megið samt ekki hætta að lesa þótt fyrsta  bloggfærslan hafi ekki verið spennandi)

No comments:

Post a Comment