Costa ríka er í Suður Ameríku.
Lönd sem eiga landamæri að Costa Rica eru Nicaragua í norðri og Panama í suðri.
Þar búa 4.301.712 og stærð landsins er 51.100 ferkílómetrar eða um helmingurinn af stærð Íslands.
Costa Rica er í 122.sæti yfir fjölmennustu ríkja heims.
Fyrsta höfuðborg landsins, Cartago, var stofnuð 1562 af Juan Vasquez de Coronado fulltrúa spænskumælandi innflytjenda, en seinna varð San José og er einnig stærsta borg landsins, aðrar stórar borgir eru Liberia, Cartago, San Isidro og Puerto Limón.
Er landið mikið eldfjallaland og er þar eldfjallið Arenal sem gýs stöðugt.
Íbúar Costa Rica halda ekki uppi kostnaðarsömum her heldur telja þeim fjármunum betur varið í menntun að fenginni reynslu eftir hatramma borgarastyrjöld um miðja seinustu öld.
Costa Rica er eitt fárra landa í heiminum sem ekki hefur her og hefur því oft verið nefnt sviss rómönsku ameríku.
Því hefur verið haldið fram að Kólumbus hafi fundið landið í sinni fjórðu ferð til Ameríku.
Íbúar landsins eru af mörgum kynþáttum og einnig blönduðum kynþáttum.
Regntíminn er meirihluta ársins, frá byrjun maí og fram í desember.
Það kalla innfæddir "vetur" og þurrkatímann kalla þeir "sumar" jafnvel þó eitthvað hlýrra sé yfir regntímabilið. Í landinu eru töluð a.m.k. fimm tungumál, spænska, enska og a.m.k. þrjú mismunandi indjánamál, og verður að teljast merkilegt að töluð séu svo mörg tungumál á svo litlu landsvæði.
Eina viðurkennda tungumálið er hins vegar spænska.
Spænskan er auðvitað aðalástæða þess að indjánatungumálin eru að deyja út, en önnur ástæða er sú að indjánarnir skrifuðu ekki.
Öll kennsla og öll útgáfa er á spænsku og þar af leiðandi yfirtekur hún indjánamálin, sem eiga í vök að verjast og gleymast smám saman, þar sem hvergi er neitt til ritað til að minna fólk á málin.
Börnin læra minna og minna í móðurmáli sínu þar til það gleymist að lokum alveg.
Á Kosta Ríka er þingbundið lýðræði þar sem vald forseta er talsvert umfangsmeira en almennt tíðkast í lýðræðisríkjum Evrópu þar sem hann hefur ákveðið framkvæmda- og dómsvald. Laura Chinchilla Miranda tók við forsetaembætti 2008 og er hún fyrsti kvennforseti Costa Rica.
Aðalatvinnugrein Costa Rica er landbúnaður og eru landbúnaðarvörur fluttar út m.a. bananar, kaffi, sykur og nautakjöt. Yfir 90% Costa Rica búa eru kaþólskir.
Aðal íþróttagrein þeirra er án efa fótbolti, en einnig eru stundaðar íþróttir á borð við tennis,hlaup,veiðar,box,hafnabolti, körfubolti sund og auðvitað surfing.
No comments:
Post a Comment