Smá blogg í tilefni að það sé næstum mánuður síðan ég bloggaði seinast!
20-23 Apríl
Vaknaði 4 á föstudagsmorguninn til þess að leggja af stað með rútu til höfuðborgarinnar, þurfti að fara í fingerprintsin, gleymdi vegabréfinu fyrst heima, og svo gleymdi ég peningnum en mundi sem betur fer eftir því áður en ég fór í rútuna hahaha... Ég hafði ekki hugmynd um það hvar ég ætti að fara út þannig ég ákvað að bíða bara þangað til á endastöðinni og var þá síðust eftir í rútunni, þegar ég fór út voru án gríns svona 15 leigubílstjórar og voru allir að spurjamig hvert ég væri að fara og gera tilboð eins og: ég skal skutla þér allt fyrir 10 dollara, og þá kom næsti ég skal fyrirr 7 og næsti ég fyrir fimm! Og ég bara stóð þarna eins og algjör aumingi og starði á þá án þess að koma upp orði. En þá kom gamall maður gargandi á þá alla á ensku um að fara! Heppni.. En allavegna það voru fingerprint og greyið Daniel þurfti að bíða þarna í klukkutima i staðin fyrir tiu minurnar sem þetta átti að taka vegna þess að fólkið þarna í útlendingaeftirlitsdótinu hafði unnið þarna í 15 ár en aldrei hitt íslending og höfðu þennan brennandi áhuga á að læra íslensku svo ég skrifaði líklegast niður 2 fullar blaðsíður af orðum sem þau vildu læra hahaha. En svo lagði ég af stað til puntarenas að hitta Bjarndísi : ). Var bara kósý allt kvöldið og kúr með sætustu hvolpunum hennar!!! og svo tók því ekki að sofna því við þurftum að leggja af stað með rútu klukkan 3 um nóttina til Limón!! Jibbí!! Klikkað kósýasta rútan, og ég og Bjarndís sváfum í henni allan tíman! Vorum mætt á hótelið klukkan 11 og þá var farið á 2 mismunandi strendur og hangið á þeim allan daginn. Um kvöldið fengum við krakkarnir loksins að kíkja á djammið. Mætti kalla þetta reiðisútrásardjamm (þá er ég að tala um á ‚‘bestu‘‘ vinkonu minni og bjarndísar) má líklegast ekki skrifa meira um það inn hahaha. En þetta var annars frábært kvöld: ). Á sunnudaginn fórum við að landamærunum að panama!Og svo strönd og svo langt af stað heim : )Og ég ekki komin heim fyrr en á mánudaginn þar sem ég tók 2 sinnum vitlausa rútu heim til mín frá Bjarndísi og týndist óteljandi oft, og endaði á að taka bara taxa frá einum bænum í annan rétt hjá mér til að týnast ekki oftar! En annars var þetta bókað ein besta helgin hingað til haha!
Svo tóku bara venjulegir skóladagar við.
Næstu helgina fór ég með Maríönnu loksins aftir i El Rey að kaupa laugardagsnammi og svo ákvað hún að fara að kærófaggast þannig ég fór með abby sem er systir hennar á fyrstu kirkjusamkomuna hérna! Ógeðslega skrítið þar sem allir voru að láta vax renna á sig og á hendurnar á öðrum og brenna sig og að farast úr sársauka en héldu áfram (Nei ekki séns að ég myndi taka þátt í þessu hahaha) En svo gerðum við abby okkur til og ætluðum að fara á djammið, en þá komumst við að því að aðal unglingastaðurinn var lokaður, þannig við enduðum bara í bíó hahaha... En á sunnudeginum fór ég með family út að borða.
Skólavikan var voðalega óspennandi eitthvað, nema á þriðjudaginn fórum við krakkarnir frá íslandi og hitumst í San José! Hitti btw leigubílstjórann aftur sem skutlaði mér þegar ég fór seinast! Hann er svo mikið uppáhald! En í San José kíktum við bara í eitthvað mall og svo á eitthverja verslunargötu og borðuðum mikið:). Held að ég og Bjarndís gleymum þessum degi allavegna seint miðað við hvernig morguninn hjá okkur byrjaði HAHA.
En á laugardaginn seinasta þá þurfti ég að skipta um fjölskyldu (Vil ekki tjá mig um afhverju hérna)
En ég þurfti að flytja inn til trúnaðarmannsins míns á laugardaginn meðan afs leitar af nýrri fjölskyldu handa mér í nýjum bæ.
En allavegna á Sunnudaginn fór ég með trúnarðarmanninum mínum og fjölskyldunni hans á eitthverja fjölskyldusamkomu sem var með surprise giftingu, blak, sundlaug, fótbolta, dans,limbó, rennt sér á svona sápugum dúk niður brekku og borðað síðan stanslaust! Ekkert smá æðislegur dagur og það hlóð batteríin ekkert smá að gera þetta eftir erfiðan laugardag. En svo fór ég heim með systir konu trúnaðarmannsins og við horfðum á myndir allt kvöldið : ).
En annars mun ég búa hjá trúnaðarmanninum mínum þessa vikuna og á ekki að fara í skólann (ef maður á að líta bjart á þetta þá er það þvílíkur lúxus) Líka ekki leiðinlegt hvernig fjölskyldan býr! Mér líður eins og í bíómynd og vakna á morgnanna og segi konunni sem vinnur hérna hvað ég vill borða yfir daginn og hún eldar! En svo færi ég mig í annan bæ í vikunni og flyt kannski til annars trúnaðarmanns þar á meðan það er leitað af fjölskyldu handa mér. (þarf þá að fá nýjan trúnaðarmann vegna þess að ég þarf að flytja annað :( )
En annars er ég búin að vera hérna í næstum 11 vikur og í næstu viku er ég búin með 25% af ferðinni! Tíminn er alltof fljótur að líða ! Ég verð komin heim bara áður en ég veit af :( Frekar erfitt að vera búin með svona mikið og þurfa að byrja allt uppá nýtt, nýr bær, ný fjölskylda, nýr skóli, nýir vinir og fara frá öllu þessu sem var rétt að byrja að venjast! En Þetta verður vonandi bara gaman og meiri lífsreynsla, en ég held að ég þroskist bara við það að þurfa að ganga í gegnum þetta allt sjálf, og hafa engann sem getur staðið uppi fyrir mér nema mig sjálfa!
En ég blogga líklegast aftur bráðlega þar sem það er mikið að gerast og segi ykkur frá því þegar ég er komin með nýjan bæ og nýja fjölskyldu :)
No comments:
Post a Comment