En annars er allt bara orðið mjög eðlilegt hjá manni við dagana þar sem ég er búin að vera hér í 7 vikur. Er enganveginn að trúa því hvað tíminn er að líða alltof hratt!
Vikan 26-29 Mars
Þessi vika var eiginlega bara frí þar sem mánudagurinn, þriðjudagurinn og fimmtudagurinn var skóli til 11 og miðvikudag frí. En vikan var voða róleg aðallega bara skóli, ræktin og park með stelpunum.
Helgin 30-1 Apríl
Ætlaði í skólann á föstudeginum en svo var ekki skóli svo Marianna kom til mín. Síðan fórum við mamma aðeins út í búðir og kaupa ís.. mmm ísinn hérna er það besta! Svo var bara rækt og kósýkvöld :).
Laugardagurinn byrjaði mega snemma því ég, Marianna og Valery fórum í dýragarð. Ekkert smá gaman, sérstaklega að sjá ljónin þau voru flottust! Og elsku apinn! En annars þurfti Valery svo að fara að vinna svo ég var með mömmu allan daginn :).
Á sunnudeginum átti bróðir minn afmæli svo það var veisla hérna. Mamma bað mig um að hjálpa sér með eitthvern drykk sem fjölskyldan gerir því frændi minn elskar hann og vildi fá. Og ég bara já ekkert mál, svo hellti mamma í risa glas handa frænda mínum og bauð mér að smakka og ég hélt að þetta væri eitthver mega ferskur drykkur og tók þennan gúlpsopa í hitanum, og dísess kræst þetta var eins og viskí! Þetta var ógeðslega sterkt og ugh, og ég þorði auðvitað ekkert annað en að segja mmm.. Gott.. Og tekur mamma þá stærsta glasið á heimilinu og hellir í fyrir mig! Ég ætla aldrei að ljúga um að mér finnist eitthvað gott aftur hahaha.
Semana Santa 2-5 Apríl
Þessi vika var frí frá skóla jibbí! Mánudagur – leti og út að borða.
Þriðjudaginn fór ég og hitti Andreu og Yos og fórum í bæinn þar sem Yos býr. Fórum á kaffihús og svo var partý hjá Yos um kvöldið.
Daginn eftir fórum við í bæinn og svo þurfti ég að fara heim því ég var að skipta um skóla og það þarf að sérsauma á mig búninginn, vesen. En um kvöldið spurði mamma og bróðir minn mig hvort ég vildi koma í bíó. Ég bara já jei, og þurfti svo að hanga þarna á mynd með BARA spænsku tali í tvo tíma.. .
Fimmtudaginn fór ég til Maríönnu og vorum með fjölskyldunni hennar og horfðum á myndir og borðuðum til skiptis allan daginn haha,bróðir hennar eldaði svo eitthvað geðveikt í kvöldmat, hingað til það besta sem ég hef fengið hérna úti og hef ekki enn hugmynd um hvað þetta er haha!
Helgin 6-8 Apríl
Á föstudeginum fórum við á ættarmót uppí sveit. Það var æði! Sundlaug, blak og endalaust borðað!
Laugardagurinn var þvílíkur letidagur og bara rölt um bæinn og svo loksins KFC ...NAMMI!
Sunnudagurinn var annar letidagur, fékk alveg smá heimþrá því ég veit hvað það er gaman að vera á suðurhvammi á páskunum! Beggi litli að vekja mig, pabbi að borða allt páskaeggið mitt og mamma alltaf tilbúin með nokkur auka og allir í leti að borða saman allan daginn og húsið troðfullt af gestum um kvöldið.. En svo fór ég í göngutúr með fjölskyldunni hérna og út að borða þannig heimþráin fór smátt og smátt.
Vikan 9-12 Apríl
Byrjaði í nýjum skóla á mánudeginum. Frekar stressandi að taka annan fyrsta skóladaginn!!
En svo var skólinn bara mega fínn, þetta er private school og bara 70 manns í honum haha! Frekar mikil breyting þar sem í Cotai voru yfir 1000 krakkar en þetta skánar strax því þessi skóli er svona krakkaskóli fyrir mig og líka menntaskóli/háskóli. Svo er þessi miklu styttri og get labbað í skólann! Þannig ég fer héðan 7 og er komin hingað í lang síðasta lagi 3 ef ég slóra með stelpunum.. Annað en í Cotai að vera farin heiman klukkan 6 og vera komin hingað í fyrsta lagi 5 og allur dagurinn farinn frá manni! Þessi
En allavegnaa, ég mætti í skólann og vissi ekkert hvert ég átti að fara þannig ég fór bara á skrifstofuna hahaha. En annars fékk ég að fara í tíma og er aðeins með 14 manns í bekk þannig þetta var rosa þæginlegt, allir mega feimnir svo þau störðu bara á mig allan daginn bókstaflega hahaha. Skólinn minn er samt ekkert smá fínn og ég pantaði mér grillkjöt og kartöflur í hádegismat! Hægt að gera þetta alla daga og kostar bara um 300 kr máltíðin! En svo fór ég bara heim eftir skóla og talaði smá við Barböru á skype.. Sakna hennar alveg frekar þegar það er ekki hægt að hafa hana hjá sér til þess að tala um allt!
En svo á þriðjudaginn var skóli og eftir hann fór ég með Ale og eitthverjum sjálfboðaliðum á tónleika, eftir það fór ég út að borða með Maríönnu og systir hennar.
Miðvikudagur var frí svo ég ætlaði með Maríönnu að versla þar sem mig vantar, búðirnar hérna taka ekki kortið mitt svo ég þurfti að fara í hraðbankann en auðvitað búin að gleyma pin svo hann gleypti kortið mitt: ( Þannig við fórum bara heim til hennar í kósý.
Fimmtudagur var skóli, fyrsta skipti sem skólastjórinn ætlaði að tala við mig og kynna mig fyrir skólanum og svona en þegar hann kom inn lá ég fram á borðið sofandi.. Þannig hann fór brjálaður út og kom 40 min seinna að vekjamig og brjálaður við kennarann..Hahaha vel séð, en annars var svo eitthvað leikrit í skólanum og allir krakkarnir þurftu að syngja með og eitthvað rugl, og auðvitað kom skólastjórinn og settist við hliðiná mér allt leikritið og alveg kolbrjáluð að ég væri ekki að syngja með eins og hún.... Ugh... En eftir skóla hitti ég Maríönnu og fór svo á eitthvern Afs fund um kvöldið : )
Og svo bara dagurinn í daaaag, ég veik!
En ég vildi klára þessar 3 vikur í bloggi núna, því næst verður örugglega mikið að blogga um þar sem í vikunni fer ég líklegast eitthvað til San José, og svo næstu helgi fer ég til Puntarenas að lúlla eina nótt hjá Bjarndísi og við tvær höldum svo áfram til Limón!! Förum þá á eitthverjar Karabískar strendur ...SPENNTUST!!!
En annars er allt gott að frétta héðan og bið að heilsa öllum heima!! : )