Var nú kominn
tími á það að blogga svo það kæmi ekki ritgerð á við Harry-Potter bók næst. En
núna er ég búin að vera hérna í mánuð! Og þetta hefur liðið alltof hratt! Við
stelpurnar erum strax byrjaðar að tala um hvað við þurfum að drífa okkur í að
gera áður en ég fer hahaha.
Eeeeen allavegna hérna kemur þetta
Helgin 9-11 Mars
Fór í skólann á föstudeginum og þurfti bara að vera til 10! Eftir skóla fór ég heim að sofa en þegar ég vaknaði var María frænka mín komin, við bjuggum til aðborða og röltum svo í parkið til að fá ís og síðan bíó (fyndnasta mynd í heimi) síðan fórum við í búðina og tókum svona ekta íslenskt kvöld á þetta, endalaust nammi þættir og slúður.
Á laugardeginum vöknuðum við snemma og lögðum af stað til höfuðborgarinnar. Það var æðislegt að keyra og skoða loksins umhverfið í kring. Fórum fyrst í eitt mall með Edgari, en svo heyrði maría í vinum sínum og Edgar henti okkur í annað mall og hann í baby-shower. Þegar við vorum komnar með nóg af því að versla með strákunum (mestu og æðislegustu hommar )Þá fórum við aftur í bíó haha. Þegar við vorum búin var ég orðin ''veik'' :(
Og svo var sunnudagurinn bara kósý dagur, og rölt með fjölskyldunni :p
Vikan 12- 15 Mars
Skóli á mánudag, ''veik'' á þriðjudag smá leti má stundum. Skóli sem betur fer til 1 á miðvikudag og fór í búðina að leita mér af buxum fyrir ræktina. Var 5 tíma að versla hahaha, ekki alveg flottustu fötin hér! Og svo vita náttúrulega allir flottu ræktarsöguna mína eftir þennan dag, ætla ekki að segja fleirum hana en vita nú þegar! Og svo hitti ég Elias um kvöldið. Fimmtudagurinn var skoli 8-11, elska skólann hérna, aldrei fullur dagur! Okei önnur ræktarsaga, einkaþjálfarinn misskildi mig smá, lét mig fá smá erfitt plan, og ég auðvitað ætlaði ekki að gefast upp og skulum bara orða þetta þannig að ég vaknaði á dýnu..
Helgin 16-18 Mars
Skóli til 11 á föstudeginum. Fór að versla smá og svo rækt. Eftir það kom Elías sem er sjálfboða liði hérna og var allt kvöldið með honum.
Laugardagurinn var þannig að ég fór í park með Joselyn og Elky. Fengum okkur ís og löbbuðum í búðir sem endaði auðvitað með því að ég keypti mér síma (pabbi við segjum bara að hinn bilaði, lofa held ég :p )Svo fengum við okkur að borða og fór svo og hitti bróðir minn sem ég hafði aldrei hitt áður fyrr en þá og kærustu bróður míns. En svo var bara kósykvöld. Á sunnudeginum fórum við að skoða annan bæ og ætluðum að skoða eldfjall og fossa, en það var svo skýjað að við fengum okkur bara að borða og ætlum seinna :p.
Vikan 19-22 Mars
Gerði voða lítið annað en að hanga í skólanum og með stelpunum og fara í ræktina hahaha.
Helgin 23-25 Mars.
Vaknaði 3.30 því ég þurfti að taka til og ganga frá og leggja af stað í höfuðborgina klukkan 5 til þess að fara á skiptinema fund til að taka fingerprints. Þessi skiptinema helgi fjallaði aðallega um þetta til þess að fá visa hérna. En þegar ég var komin til San José fattaði ég að ég gleymdi vegabréfinu og öllum blöðunum heima :p (what eitthvað nýtt að ég gleymi haaaa?) En allavegna var æðislegt að fá að hitta alla íslendingana aftur!! En dagurinn var aðallega bara afs fundir og svo chill og borðað!
Laugardagurinn var þannig að við vöknuðum 6 til að drusla okkur i morgunmat. Fórum svo í ''dýragarð''. Þegar við vorum buin að því fórum við á hostelið, borðuðum. Við íslendingarnir vorum með geggjað talentshow sem verður aldrei nefnt aftur. Og svo kennt dans og spilað :).
Sunnudagurinn. Fórum af stað aftur heim. Ég fór í rútu með sjálfboðaliðum sem betur fer. Hefði líklegast aldrei komið mér á áfangastað ef ég hefði verið ein. Sem betur fer var ég síðasti krakkinn úr rútunni þar sem þegar ég var komin heim fyrir utan þá var ég búin að gleyma lyklunum mínum svo ég var læst úti. Sjálfboðaliðarnir sögðust aldrei hafa fengið krakka eins og mig slæmt, gott? Hahaha
En allavegna fór ég þá heim til Edgars og svo sótti mamma og bræður mínir mig og við fórum út að borða á geggjað góðan stað! En svo fóru allir heim að sofa og sváfu til 9 og þá bara kósý :)
En annars sit ég núna í skólanum að skrifa þetta þar sem kennarinn minn er æðisleg og vill frekar að ég noti tölvu í skólanum á meðan ég skil ekkert og geri eitthvað skemmtilegt í henni og noti tímann hér í henni, frekar en að vera í henni heima jibbí! Og svo er skólinn búinn 11 í dag hjá mér því hinir hafa próf og eru til 16.30 :P.Fannst smá fyndið um helgina að ég fékk ''heimþrá'' og fattaði svo að heimþráin væri ekki heim til íslands!! Heldur heim hér hahaha! Líður ekkert smá vel hérna og gæti varla verið ánægðari! Þótt ég sakni ykkar heima nú alveg heilan helling! Maður fattar sko alveg hvað maður hefur það gott heima við að búa svona úti, er svo ánægð að hafa prufað þetta því maður mun meta allt svo miklu meira ( þá er ég sko að tala um heita sturtu líka)
En allavegnaa þá er frí í næstuvikuuu svo ég blogga líklegast eitthvað um hana fljótlega svo ég þurfi ekki að koma aftur með svona langt blogg haha,til hamingju ef þið komust í gegnum þetta!
En Knús á ykkur heima:**
Eeeeen allavegna hérna kemur þetta
Helgin 9-11 Mars
Fór í skólann á föstudeginum og þurfti bara að vera til 10! Eftir skóla fór ég heim að sofa en þegar ég vaknaði var María frænka mín komin, við bjuggum til aðborða og röltum svo í parkið til að fá ís og síðan bíó (fyndnasta mynd í heimi) síðan fórum við í búðina og tókum svona ekta íslenskt kvöld á þetta, endalaust nammi þættir og slúður.
Á laugardeginum vöknuðum við snemma og lögðum af stað til höfuðborgarinnar. Það var æðislegt að keyra og skoða loksins umhverfið í kring. Fórum fyrst í eitt mall með Edgari, en svo heyrði maría í vinum sínum og Edgar henti okkur í annað mall og hann í baby-shower. Þegar við vorum komnar með nóg af því að versla með strákunum (mestu og æðislegustu hommar )Þá fórum við aftur í bíó haha. Þegar við vorum búin var ég orðin ''veik'' :(
Og svo var sunnudagurinn bara kósý dagur, og rölt með fjölskyldunni :p
Vikan 12- 15 Mars
Skóli á mánudag, ''veik'' á þriðjudag smá leti má stundum. Skóli sem betur fer til 1 á miðvikudag og fór í búðina að leita mér af buxum fyrir ræktina. Var 5 tíma að versla hahaha, ekki alveg flottustu fötin hér! Og svo vita náttúrulega allir flottu ræktarsöguna mína eftir þennan dag, ætla ekki að segja fleirum hana en vita nú þegar! Og svo hitti ég Elias um kvöldið. Fimmtudagurinn var skoli 8-11, elska skólann hérna, aldrei fullur dagur! Okei önnur ræktarsaga, einkaþjálfarinn misskildi mig smá, lét mig fá smá erfitt plan, og ég auðvitað ætlaði ekki að gefast upp og skulum bara orða þetta þannig að ég vaknaði á dýnu..
Helgin 16-18 Mars
Skóli til 11 á föstudeginum. Fór að versla smá og svo rækt. Eftir það kom Elías sem er sjálfboða liði hérna og var allt kvöldið með honum.
Laugardagurinn var þannig að ég fór í park með Joselyn og Elky. Fengum okkur ís og löbbuðum í búðir sem endaði auðvitað með því að ég keypti mér síma (pabbi við segjum bara að hinn bilaði, lofa held ég :p )Svo fengum við okkur að borða og fór svo og hitti bróðir minn sem ég hafði aldrei hitt áður fyrr en þá og kærustu bróður míns. En svo var bara kósykvöld. Á sunnudeginum fórum við að skoða annan bæ og ætluðum að skoða eldfjall og fossa, en það var svo skýjað að við fengum okkur bara að borða og ætlum seinna :p.
Vikan 19-22 Mars
Gerði voða lítið annað en að hanga í skólanum og með stelpunum og fara í ræktina hahaha.
Helgin 23-25 Mars.
Vaknaði 3.30 því ég þurfti að taka til og ganga frá og leggja af stað í höfuðborgina klukkan 5 til þess að fara á skiptinema fund til að taka fingerprints. Þessi skiptinema helgi fjallaði aðallega um þetta til þess að fá visa hérna. En þegar ég var komin til San José fattaði ég að ég gleymdi vegabréfinu og öllum blöðunum heima :p (what eitthvað nýtt að ég gleymi haaaa?) En allavegna var æðislegt að fá að hitta alla íslendingana aftur!! En dagurinn var aðallega bara afs fundir og svo chill og borðað!
Laugardagurinn var þannig að við vöknuðum 6 til að drusla okkur i morgunmat. Fórum svo í ''dýragarð''. Þegar við vorum buin að því fórum við á hostelið, borðuðum. Við íslendingarnir vorum með geggjað talentshow sem verður aldrei nefnt aftur. Og svo kennt dans og spilað :).
Sunnudagurinn. Fórum af stað aftur heim. Ég fór í rútu með sjálfboðaliðum sem betur fer. Hefði líklegast aldrei komið mér á áfangastað ef ég hefði verið ein. Sem betur fer var ég síðasti krakkinn úr rútunni þar sem þegar ég var komin heim fyrir utan þá var ég búin að gleyma lyklunum mínum svo ég var læst úti. Sjálfboðaliðarnir sögðust aldrei hafa fengið krakka eins og mig slæmt, gott? Hahaha
En allavegna fór ég þá heim til Edgars og svo sótti mamma og bræður mínir mig og við fórum út að borða á geggjað góðan stað! En svo fóru allir heim að sofa og sváfu til 9 og þá bara kósý :)
En annars sit ég núna í skólanum að skrifa þetta þar sem kennarinn minn er æðisleg og vill frekar að ég noti tölvu í skólanum á meðan ég skil ekkert og geri eitthvað skemmtilegt í henni og noti tímann hér í henni, frekar en að vera í henni heima jibbí! Og svo er skólinn búinn 11 í dag hjá mér því hinir hafa próf og eru til 16.30 :P.Fannst smá fyndið um helgina að ég fékk ''heimþrá'' og fattaði svo að heimþráin væri ekki heim til íslands!! Heldur heim hér hahaha! Líður ekkert smá vel hérna og gæti varla verið ánægðari! Þótt ég sakni ykkar heima nú alveg heilan helling! Maður fattar sko alveg hvað maður hefur það gott heima við að búa svona úti, er svo ánægð að hafa prufað þetta því maður mun meta allt svo miklu meira ( þá er ég sko að tala um heita sturtu líka)
En allavegnaa þá er frí í næstuvikuuu svo ég blogga líklegast eitthvað um hana fljótlega svo ég þurfi ekki að koma aftur með svona langt blogg haha,til hamingju ef þið komust í gegnum þetta!
En Knús á ykkur heima:**