Monday, March 26, 2012

Heill mánuður :)


Var nú kominn tími á það að blogga svo það kæmi ekki ritgerð á við Harry-Potter bók næst. En núna er ég búin að vera hérna í mánuð! Og þetta hefur liðið alltof hratt! Við stelpurnar erum strax byrjaðar að tala um hvað við þurfum að drífa okkur í að gera áður en ég fer hahaha.
Eeeeen allavegna hérna kemur þetta
 
Helgin 9-11 Mars
Fór í skólann á föstudeginum og þurfti bara að vera til 10! Eftir skóla fór ég heim að sofa en þegar ég vaknaði var María frænka mín komin, við bjuggum til aðborða og röltum svo í parkið til að fá ís og síðan bíó (fyndnasta mynd í heimi) síðan fórum við í búðina og tókum svona ekta íslenskt kvöld á þetta, endalaust nammi þættir og slúður.
Á laugardeginum vöknuðum við snemma og lögðum af stað til höfuðborgarinnar. Það var æðislegt að keyra og skoða loksins umhverfið í kring. Fórum fyrst í eitt mall með Edgari, en svo heyrði maría í vinum sínum og Edgar henti okkur í annað mall og hann í baby-shower. Þegar við vorum komnar með nóg af því að versla með strákunum (mestu og æðislegustu hommar )Þá fórum við aftur í bíó haha. Þegar við vorum búin var ég orðin ''veik'' :(

Og svo var sunnudagurinn bara kósý dagur, og rölt með fjölskyldunni :p

Vikan 12- 15 Mars
Skóli á mánudag, ''veik'' á þriðjudag smá leti má stundum. Skóli sem betur fer til 1 á miðvikudag og fór í búðina að leita mér af buxum fyrir ræktina. Var 5 tíma að versla hahaha, ekki alveg flottustu fötin hér!  Og svo vita náttúrulega allir flottu ræktarsöguna mína eftir þennan dag, ætla ekki að segja fleirum hana en vita nú þegar! Og svo hitti ég Elias um kvöldið. Fimmtudagurinn var skoli 8-11, elska skólann hérna, aldrei fullur dagur! Okei önnur ræktarsaga, einkaþjálfarinn misskildi mig smá, lét mig fá smá erfitt plan, og ég auðvitað ætlaði ekki að gefast upp og skulum bara orða þetta þannig að ég vaknaði á dýnu..

Helgin 16-18 Mars
Skóli til 11 á föstudeginum. Fór að versla smá og svo rækt. Eftir það kom Elías sem er sjálfboða liði hérna og var allt kvöldið með honum.
Laugardagurinn var þannig að ég fór í park með Joselyn og Elky. Fengum okkur ís og löbbuðum í búðir sem endaði auðvitað með því að ég keypti mér síma (pabbi við segjum bara að hinn bilaði, lofa held ég :p )Svo fengum við okkur að borða og fór svo og hitti bróðir minn sem ég hafði aldrei hitt áður fyrr en þá og kærustu bróður míns. En svo var bara kósykvöld. Á sunnudeginum fórum við að skoða annan bæ og ætluðum að skoða eldfjall og fossa, en það var svo skýjað að við fengum okkur bara að borða og ætlum seinna :p.

Vikan 19-22 Mars
Gerði voða lítið annað en að hanga í skólanum og með stelpunum og fara í ræktina hahaha.

Helgin 23-25 Mars.
Vaknaði 3.30 því ég þurfti að taka til og ganga frá og leggja af stað í höfuðborgina klukkan 5 til þess að fara á skiptinema fund til að taka fingerprints. Þessi skiptinema helgi fjallaði aðallega um þetta til þess að fá visa hérna. En þegar ég var komin til San José fattaði ég að ég gleymdi vegabréfinu og öllum blöðunum heima :p (what eitthvað nýtt að ég gleymi haaaa?) En allavegna var æðislegt að fá að hitta alla íslendingana aftur!! En dagurinn var aðallega bara afs fundir og svo chill og borðað!
Laugardagurinn var þannig að við vöknuðum 6 til að drusla okkur i morgunmat. Fórum svo í ''dýragarð''. Þegar við vorum buin að því fórum við á hostelið, borðuðum. Við íslendingarnir vorum með geggjað talentshow sem verður aldrei nefnt aftur. Og svo kennt dans og spilað :).
Sunnudagurinn. Fórum af stað aftur heim. Ég fór í rútu með sjálfboðaliðum sem betur fer. Hefði líklegast aldrei komið mér á áfangastað ef ég hefði verið ein. Sem betur fer var ég síðasti krakkinn úr rútunni þar sem þegar ég var komin heim fyrir utan þá var ég búin að gleyma lyklunum mínum svo ég var læst úti. Sjálfboðaliðarnir sögðust aldrei hafa fengið krakka eins og mig slæmt, gott? Hahaha
En allavegna fór ég þá heim til Edgars og svo sótti mamma og bræður mínir mig og við fórum út að borða á geggjað góðan stað! En svo fóru allir heim að sofa og sváfu til 9 og þá bara kósý :)

En annars sit ég núna í skólanum að skrifa þetta þar sem kennarinn minn er æðisleg og vill frekar að ég noti tölvu í skólanum á meðan ég skil ekkert og geri eitthvað skemmtilegt í henni og noti tímann hér í henni, frekar en að vera í henni heima jibbí! Og svo er skólinn búinn 11 í dag hjá mér því hinir hafa próf og eru til 16.30 :P.Fannst smá fyndið um helgina að ég fékk ''heimþrá'' og fattaði svo að heimþráin væri ekki heim til íslands!! Heldur heim hér hahaha! Líður ekkert smá vel hérna og gæti varla verið ánægðari! Þótt ég sakni ykkar heima nú alveg heilan helling! Maður fattar sko alveg hvað maður hefur það gott heima við að búa svona úti, er svo ánægð að hafa prufað þetta því maður mun meta allt svo miklu meira ( þá er ég sko að tala um heita sturtu líka)

En allavegnaa þá er frí í næstuvikuuu svo ég blogga líklegast eitthvað um hana fljótlega svo ég þurfi ekki að koma aftur með svona langt blogg haha,til hamingju ef þið komust í gegnum þetta!  

En Knús á ykkur heima:**



Friday, March 9, 2012

2 Vikur í nýja landinu :)


Jæja þá er maður búinn að vera hérna í tvær vikur og tíminn er búinn að líða eins og ein helgi, ef ekki styttra! Þegar ég bloggaði seinast þá byrjaði ég í skólanum daginn eftir. En annars er flest allt komið bara í daglega rútínu hjá mér svo ég ætla samt að skrifa frá seinustu dögunum mínum :).

29 Febrúar.
Þetta var fyrsti skóladagurinn og ég samferðaði Federicu og Kiru í skólann (skiptinemar). Ég þurfti að mæta í bus stoppið 6.30 því skólinn hér byrjar 07.00 !!! En annars mætti ég fyrir framan stofuna mína en neeinei.. Engir kennarar fyrr en 12!Þennan dag leið mér eins og ég væri kardashian-systur það var starað svo mikið á mann!  Fólk greinilega ekki vant að sjá svona ljósa, ljóshærða og bláeygða manneskju! Klukkan tólf fór ég loksins í tíma. Þegar ég kom settist ég bara niður, og það sem það var starað hahaha! Og spurningarnar voru æææðislegar!! Eins og: Eru augun þín alvöru? Afhverju ertu svona brún ef þú kemur frá Íslandi? Er fólk oft að deyja útaf kuldanum á Íslandi? Varstu send í burtu því foreldrar þínir dóu úr kulda? Ó, varstu þá send í burtu til þess að þú myndir ekki deyja  úr kulda? Hvernig er Enskan á Íslandi töluð? Hahahaha, kom mér alveg á óvart hvað fólk veit lítið um Ísland eins og þegar fólk spyr mig hvaðan ég sé og ég segi Íslandi, þá segir það ha nei þú meinar Írlandi haha. En annars er skólinn mjög fínn, allt öðruvísi en heima ! Stofurnar eru eitthvernvegin kofar og maður labbar úti á milli stofa. Í öðrum tímanum flugu 2 fuglar inn í stofuna og rotuðust á borðinu við hliðiná mér (okei þið sem þekkið mig getið rétt ýmindað ykkur hvernig viðbrögðin mín voru að heyra í fugl, hvað þá sjá, og hvað þá við hliðiná mér fokk !!!!!! ) En um kvöldið var ég frekar þreytt eftir langan dag svo ég fór snemma að sofa haha : ).
1 Mars.
Þennan dag var frí í skólanum útaf eitthverjum kennara dag til þess að skipuleggja skólatöfluna mína en annars gerði ég fátt annað en að sofa og horfa á þætti þennan dag því ég var svo þreytt ennþá eftir að vakna svona snemma daginn áður haha! En annars fórum við Luis að fá okkur hamborgara og svo bara heim að lúlla : ).
2 Mars.
Annar dagurinn minn í skólanum. Hræðilegt að standa svona út úr, öll augu á manni sem maður labbar framhjá hahaha. Og plús það að mér vantar skólabúning.. Svo ég er allt öðruvísi. En þennan dag var bara skóli sem betur fer frá 7-10 ! Og bara enska! Ensku kennarinn er æði. Öllum hérna finnst ég vera með geeeðveikt fyndinn hreim og hlægja endalaust af mér þegar ég opna munninn :(. En eftir skóla þá fór ég heim með Hainu og Skeillin til að gera enskuverkefni en svo var ég svo þreytt að ég vildi fara heim eftir verkefnið og svaf til 6 og svo bara kúrði mig það sem eftir var af kvöldinu.
3 Mars
Ég, mamma og Luis fórum í göngutúr í parkinu að kaupa ís. Svo vorum við Luis auðvitað svöng eins og alltaf hahaha, þannig við fórum og keyptum bestu pitsu sem ég hef smakkað! Tókum smá rölt um bæinn og fórum svo heim :). Um kvöldið ákváðum við Luis að fara í svona hot-spring og vorum þar líklegast í 3 tíma! Aaaaalltof gott að komast loksins í heitt vatn þar sem sturtan er algjörlega ekki að gera sig.
4 Mars.
Vaknaði og voru gestir ( koma alltaf geðveikt snemma á morgnanna gestir hingað, bara rétt uppúr átta eða eitthvað haha) En allavegna þá var ég með frænku minni og fékk í fyrsta skipti kók og snakk síðan ég kom því það er bara til endalaust af eitthverju hollu á þessu heimili!  Án gríns EKKERT óhollt!!! En annars var ég bara með Lauru frænku minni þennan dag að spjalla um allt og ekkert!
5 Mars.
Venjulegur skóladagur. En annars fór ég heim með Maríönnu eftir skóla. Hún er aaaalgjört yndi! En allavegna þegar hún fór fékk ég að heyra smá í mömmu og pabba : ).
6 Mars.
Dagurinn er nokkurnveginn kominn í eðlilega rútínu, bara fáránlega þreytt. En eftir skóla fór ég með Maríönnu að kaupa skóladót og svo heim að sofa. Er endalaust þreytt hérna haha! Gerði lítið sem ekkert það sem eftir var af kvöldinu nema horfði á þætti með Luis og svo var það svefn!
7 Mars.
Vaknaði seint! Okei ekki seint en miðað við vanalega haha þá JÁ því við höfðum bara einn tíma snemma um morguninn og svo ekki næsta tíma fyrr en 12.10 svo það var tekið hópskróp á þetta. Maríanna kom yfir til mín fyrir skóla og tókum rúnt með Luis og svo skólann. Þegar við vorum komnar í skólann kom í ljós að kennararnir okkar þennan dag mættu ekki svo við  tókum bus í Parkið og keyptum okkur mat og ís og slúðruðum smá.. Tók svo smá rölt með Maríönnu og fór svo heim að sofa eins og alltaf, alltof þreytt í þessum hita!!
8 Mars.
Skóladagur. Endalaus að líða. En eftir hann fór ég með Valery og Maríönnu að rölta um bæinn og svo heim með Maríönnu og svo heim að lúlla...
9 Mars.
Dagurinn varla byrjaður en það var skóli frá 7-10 því kennarinn okkar var rekinn og svo vantar okkur ennþá þrjá kennarar svo ég held það sé bara afslöppun heima í dag á meðan maður er loksins aleinn heima!! En annars átti ég að fara í eitthvern bæ með vinkonu minni úr bekknum og vera þar yfir helgina en þá má ég ekki ferðast ein með vinkonu fyrstu mánuðina. Þannig Edgar er yndislegur og ég fer með honum á morgun til höfuðborgarinnar San José :)

Blogga fyrst bara svona í details.. Efast um að ég nenni að gera það allt árið svo bloggunum fer fækkandi.En þetta lookar allt bara fyrir að vera meira og meira spennandi. Sérstaklega þegar maður er kominn með vinina hér og er að reyna að ná tökum á tungumálinu þótt þetta eigi eftir að vera fáránlega erfitt. Kemur mér samt alveg á óvart hvað Maríanna kann fáránlega góða ensku miðað við hina krakkana hérna haha! Og svo eru stelpurnar byrjaðar að koma með orðabækur í skólann og kennararnir ekkert smá hneikslaðir haha.En annars ætlar Maríanna að koma með mér í ræktina á mánudaginn til þess að translatea frá ensku á spænsku því mér vantar einkaþjálfara þegar ég er að byrja í ræktinni því ég er komin í hræðilegt form!

Nokkrir punktar um Costa Rica
- Hér eru endalaust af hundum lausir, maður sér tugi hunda á dag á götunni. Mig langar alltaf jafn mikið að taka þá heim að kúra með.
-Klósettpappírinn fer hér í RUSLIÐ en ekki klósettið!! Er rétt að byrja venjast þessu hahaha.
- Ef þú þarft að pissa í skólanum þarftu að koma með þinn eigin klósettpappír.
-Krakkar í Costa Rica borða óhollasta mat sem ég hef séð og verða alltaf jafn hneikslaðir þegar þeir sjá mig með vatn og ef ég fæ mér eina samloku. Er spurð oft á dag hvort ég sé eitthvað veik , finnst þau bara borða líka fyrir mig þannig ég hef ekki lyst á nammi hér!!
-Það stara ALLIR á mig.. Nei sko bókstaflega.... Þegar ég er að labba og allir eru að stara þá líður mér svo vandræðalega að ég gleymi hvernig ég labba eðlilega(þið hafið líka lent í þessu þannig þið skiljið mig).


En blogga líklegast aftur seinna í mánuðinum :) Sakna ykkar alveg smá þarna heima sérstaklega þín Beggi litli!! Knúsið dýrið frá mér:*